12 Erfðavenjur AA samtakana
1. Sameiginleg velferð okkar ætti að sitja í fyrirrúmi, bati hvers og eins er undir einingu AA samtakana kominn.
2. Forsvarsmenn okkar eru aðeins þjónar sem við treystum – ekki stjórnendur.
3. Til þess að gerast AA félagi þarf aðeins eitt, löngun til að hætta að drekka.
4. Sérhver deild ætti að vera sjálfráða, nema í málefnum sem snerta aðrar deildir eða AA samtökin í heild.
5. AA hefur aðeins eitt meginmarkmið, að flytja alkóhólistum, sem enn þjást boðskap samtakana.
6. AA samtökin ætti aldrei að standa að, leggja fé til eða lána nafn sitt neinum skyldum aða óskyldum aðilum, til þess að fjármunir, eignir eða upphefð fjarlægi okkur ekki hinum upphaflega tilgangi.
7. Sérhver AA deild ætti að standa á eigin fótum og hafna utanaðkomandi aðstoð.
8. AA – samtökin eiga ávalt að vera áhugamannasamtök en þjónustumiðstöðvar okkar meiga ráða launaða starfskrafta.
9. AA – samtökin sem slík ætti aldrei að skipuleggja, en við getum myndað ráð eða nefndir sem eru ábyrgar gagnvart þeim sem þær þjóna.
10. AA – samtökin taka enga afstöðu til annarra málefna en sinna eigin, nafni þess ætti því að halda utan við opinberar deilur.
11. Afstaða okkar út á við byggist á aðlöðun fremur en áróðri og nafnleyndar skyldum við ætíð gæta á vettvangi fjölmiðla.
12. Nafnleyndin er hinn andlegi grundvöllur allra erfðarvenju okkar og minnir okkur á að setja málefni og markmið ofar eigin hag.